11.9.11

Spennandi tímar

Já það eru vægast sagt spennandi tímar framundan í lífi mínu.

Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá er ég búin að læra það the hard way að það marg borgar sig að hafa einhverja menntun á bakinu. Ég er lengi búin að stefna að því að fara í hjúkrunarfræði í HÍ, en hef ekki enn látið verða af því, þar sem eitthvað annað hefur alltaf komið upp í lífinu sem hefur fengið að ganga fyrir. En vonandi læt ég verða af þessu næsta haust:)

Eitt af því sem mig hefur líka langað til að stefna að er að læra einkaþjálfarann og þar sem ég stóð á miklum tímamótum í mínu lífi um daginn þá ákvað ég að það væri rétti tíminn að drífa í því og mun ég því í byrjun október setjast á skólabekk og læra einkaþjálfarann.. Get vægast sagt ekki beðið! Er svo spennt að þurfa læra híhí:D

Annars er fleira spennandi framundan:D 
Ég á afmæli í lok september og get ekki beðið, elska að eiga afmæli hehe.. 

Siggi ég vil fá svona köku takk:D:D

Svo núna í september er ár síðan að litla spaghettireiminn labbaði inn til Katrínar og stefndi á eitt lítið páskamót í módelfitness og hefur síðan þá keppt á þremur mótum, þar á meðal tvö þeirra fyrir mótið um páskana og svo er það fjórða í aðsigi...

Mikið rétt.. margir hafa kannski tekið eftir að ég sé búin að vera stefna á mót í færslunum mínum og haldið að ég væri að fara keppa núna í nóvember. En sú er ekki raunin. 
Ég gæti ómögulega ímyndað mér að keppa á móti litlu systir minni og ég fékk mikla hvatningu eftir seinasta mót til að gera betur.
Þannig að ég og Katrín fengum strax auga á móti.
Ég tók þó ekki ákvörðun um það strax þar sem það er ekki beint auðveldast í heimi að vera alltaf að keppa, en þar sem ég er ekki eins og fólk er flest og vil alltaf gera betur þá er ég núna að fara keppa eftir 3 og hálfa viku á Arnold Classic Europe .

Þetta er einungis í annað skiptið sem tekið er þátt í bikini flokki í Evrópu en þessi flokkur er komin frá Bandaríkjunum þannig þetta er allt mjög nýtt hjá þeim.

Það var evrópumeistaramót kvenna í Tumyen í Rússland í júní og var það sýnist mér í fyrsta skiptið sem tekið var þátt í bikini flokki þar.
Reglurnar eru töluvert öðruvísi en gengur og gerist í Bandaríkjunum og hafði ég hugsað mér að setja það saman í blogg hvernig þetta virkar hjá þeim þar úti, núna á næstunni.

Keppnin fer fram föstudaginn 7.október hjá mér og mun Kristbjörg sem keppir í lægri flokki einnig keppa í bikini flokki á mótinu og svo eru það Einý, Ranný og Guðrún sem keppa í figure á laugardeginum 8.október.
Þannig ég mun ekki fá mér Hello Kitty kökuna fyrr en ég kem heim á mánudeginum eftir keppnina hehe:D

En svona til að sýna ykkur hvernig þetta er þá læt ég hér inn myndband af lægri flokknum frá mótinu í Rússlandi inn.


Hér er svo mynd af overall winnerinum, hún var sigurvegari í hærri flokki.


Svo mun ég koma með reglurnar og allt í kring hérna inn á næstunni.
Er mega spennt en stressuð fyrir þessu öllu saman. Hlakka mest af öllu að sjá árangurinn minn frá því ég byrjaði og mun örugglega setja saman mynd af mér frá fyrsta mótinu mínu og af mér núna þar sem miklar bætingar hafa átt sér stað hjá fyrrum spaghettireiminn og hver veit nema ég smelli henni hingað inn.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, ætla að halda áfram að eiga dagdrauma um ristaða beyglu með spæjó og nýja uppáhaldið mitt M&M með hnetum inn í, mun klárlega kaupa stóran þannig poka með mér heim af flugvellinum:D

 
LUV Ale:*

8 ummæli:

  1. Ísabel Petra :)11/9/11 16:42

    Flott blogg hjá þér duglega duglega systir mín :-)) átt eftir að verða til sóma þarna úti!! og hinar auðvitað líka , en svo mannstu að við höldum alvöru afmælis veislu 20.Nóv og þá skulum við sko gera Hello Kitty köku og allt bleikt og fínt víví!

    SvaraEyða
  2. Liljalitla11/9/11 16:44

    Ojjjj Hnetu m&m er svooo voooont :( hate hnetur!
    Hlakka til að sjá þig á mótinu úti flottust !!
    Lattu mig vita hvenær ég get komið til þín í þjálfuuuun ;)
    Lforlove baabygurl :**

    SvaraEyða
  3. Tanja Mist11/9/11 16:58

    YOU GO GiRL !
    Flott blogg :D

    SvaraEyða
  4. fáum svona köku fyrir okkur allar á ammóó:D:D:D!!víj kv vikka besta systir þín

    SvaraEyða
  5. Jáwww ég og þú fáum okkur gúrmei á afmælisdaginn þinn Vikký því þá kem ég heim.. vúbbvúbb:*

    En takk fyrir kommentin stelpur mínar:) ég má samt borða gotterí á undan þér Ísa en við höldum eitthvað gúrmeiiii!

    Ég luuuuuva hneturnar Lilja:D nammmm... en svo er þetta ekkert óhollasta nammi í heimi sem er enn betra en luv á þig líka og þú mátt sko klárlega koma í þjálfun til mín þegar að því kemur!!:D:* hlakka til!

    Og takk fyrir það Tanja:D:D gaman að einhver fylgist með:D

    SvaraEyða
  6. Elín Rún Kristjánsdóttir11/9/11 20:30

    hey.. hvar ertu að fara í einkaþjálfara nám? :-D

    SvaraEyða
  7. you go girl!!! ;)
    Frábær innblástur að lesa bloggið þitt!

    SvaraEyða
  8. Takk fyrir það:D:*

    En er að fara hjá World Class Elín:)

    SvaraEyða